RISAstórar smáSÖGUR

16 Dimmaplánetan 4. kafli Benni er aftur kominn inn í geimskipið og ýtir hress og glaður á hjálp-takkann. Eftir velheppnaða leit að kristalskúlunni er hann tilbúinn til að halda áfram svo hann komist nú heim fyrir jól. Gunnar svarar strax og segir: „Gott mál, ég var farinn að bíða eftir að heyra frá þér!“ Svo spyr hann: „Ertu tilbúinn í næsta verkefni?“ Benni svarar játandi. Þá segir Gunnar: „Núna reynir á, Benni minn, að vera hugrakkur því næsta pláneta er Dimmaplánetan og því miður vitum við lítið annað um aðstæður þar en að þar er mikið myrkur. Þar verður þú að fanga töfraþoku í glerkrukkuna sem er í skápnum undir vaskinum á baðinu í geimskipinu. Vindum okkur í þetta! Kóðinn er: ÁcKByQQwæ986.“ Fjúmm! Geimfarið rýkur af stað aftur og á örskammri stundu er það komið lengst út í myrkrið! Dyrnar á geimfarinu opnast og Benni sér ekkert nema myrkur. Benni finnur hvernig tennurnar glamra í munninum á honum. Hann hefur alltaf verið dálítið smeykur við myrkrið, meira að segja í sínu eigin herbergi þegar hann á að fara sofa og núna er hann einn úti í geimi á Dimmuplánetunni. Benni segir við sjálfan sig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=