RISAstórar smáSÖGUR
14 Þegar geimfarið opnast á Vélmennaplánetunni er það á stóru torgi þar sem 9000 vélmenni eru saman komin og eru að dansa Macarena því það er karnival í gangi. Benni er steinhissa. Hverju er ég núna lentur í? hugsar hann. Allt í einu heyrir hann: „Hææææ þú hér? Ég heiti Björgvin en flestir kalla mig BtveirBtveir, ég hef meira að segja heimsótt jörðina þína og lært að lesa. Síðan ég kom þaðan hefur mér aldrei verið kalt á fótunum því ég fékk gefins þessa sokka, þeir eru sjúklega hlýir.“ Svo segir hann: „Komdu með, kanntu að dansa Macarena?“ „Neiii, ég er voða lítill dansari,“ segir Benni. „Ég lærði að lesa á jörðinni svo þú lærir að dansa Macarena hér, skilið?“ segir BtveirBtveir og þeir hlæja saman. Þeir dansa og dansa og Benni gleymir næstum því af hverju hann er kominn hingað, hann er svo heillaður af karnivalinu. Þangað til hann sér mömmuvélmenni með lítið barnavélmenni og verður hugsað til mömmu sinnar. Hún er örugglega orðin hrædd um mig, hugsar Benni. „Ég verð að fara drífa mig heim,“ segir Benni við Btvo. „En fyrst verð ég að finna kristalskúluna.“ „Ég veit hvar hún er! En það er bara smááá vandamál að ná í hana,“ segir Btveir og bendir á risastóra tyggjókúluvél. Inni í henni eru 2000 tyggjókúlur og ein kristalskúla. Til að vera öruggir um að fá hana þurfa þeir að safna
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=