RISAstórar smáSÖGUR
13 Hrafnhildur þakka fyrir sig og segjast þurfa að drífa sig af stað því Benni þurfi að halda leiðangrinum áfram. Leðurblökurnar kveðja og biðja þau endilega að segja vinum sínum að kíkja í heimsókn. Hrafnhildur syndir aftur með Benna í geimfarið. Þau kveðjast með knúsi og Hrafnhildur gefur honum töfraduft í poka ef hann skyldi einhvern tímann þurfa á því að halda að geta synt í vatni án erfiðis. Vélmannaplánetan 3. kafli Benni sendir skilaboð til jarðar og lætur Gunnar vita að hann sé kominn með fyrsta heillagripinn. Gunnar hrósar honum og segir: „Svakalega er þetta vel gert hjá þér drengur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki trú á að þú gætir gert þetta. Þetta getur þá gengið eftir allt saman.“ Svo spyr Gunnar: „Ertu tilbúinn í næstu ferð?“ „Jáhá!!“ segir Benni. „Drífum í þessu!“ Gunnar segir honum að næst sé ferðinni heitið á Vélmennaplánetuna og þar þurfi hann að finna kristalskúluna. „Ertu tilbúinn að slá inn kóðann?“ „Já,“ svarar Benni. „Kóðinn er: WíXYd196Á.“ Og aftur fer geimfarið af stað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=