RISAstórar smáSÖGUR

118 Hann er risastór. Glæpadrottningin gengur í áttina að peningaskápnum, opnar hann og fer síðan inn í hann. Sara labbar rólega í áttina að henni. Þegar hún er komin nógu langt ætlar Sara að loka hana inni. En það tekst ekki og drottningin hleypur út úr skápnum. Svo stekkur glæpadrottningin yfir Söru, tekur utan um hálsinn á henni og dregur upp byssuna. „Hvað ert þú að gera, unga dama?“ „Um ... ekkert!“ „Varst þú að reyna að stöðva mig?“ Sara svarar því játandi. „Það gekk illa hjá þér! Einhver síðustu orð?“ „Já, ég vil láta þig vita að það sem þú ert að gera er rangt!“ „Óóóhhhóóóhhó, ég veit það. Þess vegna er það svona gaman! Jæja, það er kominn tími til að þú deyir!“ Hafdís Sif Þórarinsdóttir, 10 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=