RISAstórar smáSÖGUR

117 Sara kló Það var stelpa sem hét Sara. Þegar hún var lítil var hún að leika sér og sá könguló. Sara tók köngulóna upp og fór að leika sér með hana. En köngulónni leist ekkert á Söru svo að hún beit hana. Allt í einu fékk Sara skrítna tilfinningu og hún hugsaði: Ég get gert góða hluti þótt mamma og pabbi séu þjófar. Mig langar til að verða góð manneskja! En mamma og pabbi munu aldrei leyfa það. Síðan þá hefur henni líka fundist gaman að klifra, hugsanlega út af bitinu. Tíu árum seinna var hún orðin ofurhetja og mamma hennar og pabbi voru ekki ánægð. En eins og allar ofurhetjur þurfti Sara að velja sér ofurhetjunafn og hún valdi nafnið Sara kló. Sara kló hefur bjargað borginni frá alls konar glæpum en nú í dag er komið að því að stöðva sjálfa glæpadrottninguna. Mamma og pabbi Söru vinna fyrir glæpadrottninguna svo að Sara þekkir planið þeirra. Sara leggur því af stað í átt að bankanum og sér glæpadrottninguna á leiðinni í bankann. Glæpadrottningin tekur sprengju og sprengir upp dyrnar ... KABÚM!!! Síðan labbar hún inn í bankann og lítur í kringum sig. Sara felur sig en svo sér hún peningaskápinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=