RISAstórar smáSÖGUR
11 að loka augunum og vona það besta. En svo heyrir hann hressilega rödd segja: „VELKOMINN! Ég heiti Hrafnhildur og er prinsessa Hafmeyjuplánetunar. Hver ert þú og hvað ertu að gera hér?“ Benni segir henni alla sólarsöguna og fer að skæla því hann finnur að hann er mjög hræddur um að komast aldrei framar heim. Hrafnhildur hughreystir hann og segist ætla að hjálpa honum. „Stökktu út í,“ segir hún. „Ég þori því ekki, ég kann varla að synda og hér er ekkert land til að fara upp á!“ segir Benni. Hrafnhildur svarar: „Hafðu engar áhyggjur.“ Hún blæs töfradufti yfir hann og segir að þetta duft geri honum kleift að anda í vatni alveg eins og á landi. Benni hoppar út í og tekur í hönd Hrafnhildar. Hann verður að treysta henni því annars kemst hann aldrei heim. Þau synda af stað heim til hennar og hitta pabba hennar, Sæþór, sem er konungur hafsins. Benni hefur aldrei séð neitt þessu líkt, heimurinn neðansjávar er stórkostlega litríkur og landslagið eins og það sé búið til úr litaleir og gróðurinn úr glimmeri. Þegar þau hitta Sæþór, sem er risastór og sterkur hafmaður með ljóst sítt hár og gullkórónu með rauðum kristöllum, setjast þau niður og segja honum frá
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=