RISAstórar smáSÖGUR

101 Rannsóknin Einu sinni var stelpa sem hét Lilja. Lilju dreymdi um að verða yfirrannsóknarstjóri en alltaf þegar hún kom inn á lögreglustöðina var einhverjum ljótum orðum hreytt í hana og henni hent út. Lilja var orðin 12 ára og henni fannst hún vera orðin nógu gömul til að búa til sitt eigið rannsóknarfélag. Í því voru: Gunnar, besti vinur hennar, leyninafnið hans var Prófessor. Ágústa, besta vinkona Lilju, leyninafnið hennar var Rektor. Og Lilja, með leyninafnið Stjóri. Dag nokkurn um sumarið voru þau að hlusta á fréttirnar: „Í fréttum er helst að það er búið að ræna alla banka landsins og senda peningana til Bandaríkjanna. Ekki er vitað hver stendur á bak við ránið. Lögreglumenn vinna hörðum höndum við að leysa það.“ „Hvað getum við gert?“ spurði Rektorinn. „Nú auðvitað leitum við að vísbendingum,“ sagði Stjórinn. Pabbi Gunnars skutlaði þeim í Íslandsbanka. „Við erum rannsóknarmenn og leitum að vísbendingum. Sáuð þið eitthvað grunsamlegt þetta kvöld sem atvikið átti sér stað?“ spurði Stjórinn. „Hahahahahahahaha,“ hló einhver að baki þeim. Þau sneru sér við og sáu að það var Ísak borgarstjóri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=