RISAstórar smáSÖGUR 2019

9 að skilrúminu milli mín og fylgismannanna svo ég heyri hvað fer fram á milli þeirra. „Þá erum við búnir að losa okkur við þessa uppreisnarseggi.“ „Þetta var auðvelt, þau sýndu engan mótþróa.“ „Það væri nú þægileg ef allir væru svona.“ Ég get ekki hlustað meira. Höfðu mamma og pabbi ekki barist neitt? Ekki gert neitt til að reyna að halda lífinu? Ég reyni að hugsa um eitthvað skemmtilegt en það er sama hvað ég reyni, síðustu stundir okkar mömmu koma alltaf upp í hugann. Við vorum að rífast og ég varð svo brjáluð að ég hljóp út. Síðan sá ég fylgismennina koma að húsinu, læsa öllum útgönguleiðum og ... Tárin byrja að streyma niður kinnarnar og ég finn að það er eins og það losni um eitthvað. Eins og fílahjörð hafi legið á mér en hún hefur loksins fært sig úr stað og er á brott. Allt í einu stöðvast bíllinn. Það líður ekki að löngu þar til skottið opnast og ég er rifin út. *** Dagarnir á „Munaðarleysingjahælinu“ hafa verið hræðilegir. Ég sef í lítilli þröngri koju með þunnri ábreiðu og í þokkabót er ótrúlega þungt loft inni í svefnsalnum. Eybjört Ísól Torfadóttir, 12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=