RISAstórar smáSÖGUR 2019
8 Eir (brot úr skáldsögu) Kafli 1. Eir Þau eru dáin, mamma og pabbi dáin. Ég sá þegar fylgis menn Herrans brenndu þau inni. Ég gat ekkert gert til að bjarga þeim, ég er bara lítil vesæl stelpa. Brátt myndu þeir koma og sækja mig og fara með mig á „Munaðar leysingjahælið“ eins og þeir kalla það. Í raun eru þetta einskonar búðir. Þeir bestu lifa, þeir aumu eru drepnir. Ég heyrði mömmu og pabba einu sinni tala um „Munaðarleysingjahælið.“ Þau voru uppreisnarfólk. „Þau vita of mikið,“ hafði ég heyrt einn fylgismannanna segja áður en þeir kveiktu í litla timburhúsinu okkar. Ég finn hvernig reykurinn smýgur inn í vit mér. Hann er grár og ljótur eins og Herrann. Ég heyri þrusk fyrir aftan mig, einn fylgismannanna stendur og glottir. „Komdu með mér,“ segir hann og þrífur í mig. Hörkulegur á svip teymir hann mig áfram milli húsanna þangað til við beygjum inn í þröngt húsasund. Þar bíður einn af bílum Herrans. Bíllinn er kolsvartur fyrir utan slagorðið: „Treystið mér,“ sem er ritað með blóðrauðu letri á hlið hans. Fylgismennirnir fleygja mér ofan í skottið og skella lokinu fast á eftir. Myrkrið umlykur mig. Ég halla mér upp
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=