RISAstórar smáSÖGUR 2019

63 „Hvað heitir þú?“ spurði ég forvitin. „Ég heiti bara Bíbí,“ svaraði fuglinn. „Ó, ég heiti Sóley. Geta margar manneskjur talað við þig?“ „Nei, ég hef aldrei hitt manneskju sem skildi mig,“ sagði fuglinn, „en mamma sagði mér einu sinni frá manneskju sem gat talað við hana.“ „Þannig að hún hefur hitt einhvern eins og mig?“ spurði ég. „Já, ég held það. Viltu sjá húsið mitt?“ Við löbbuðum saman að gömlu tré með lítilli hurð. „Ég hélt þið byggjuð í hreiðrum,“ sagði ég hissa. „Nei, við búum hér,“ svaraði Bíbí. Bíbí opnaði dyrnar og það var allt í rúst inni. „Hvað gerðist?!“ æpti Bíbí. „Þetta var ekki svona þegar ég fór.“ Ég hugsaði með mér að ég yrði að hjálpa fuglinum. „Sóley vaknaðu. Við erum komin,“ sagði Helga. Ég opnaði augun. Við vorum enn í rútunni. Ég fór út, náði í kornettið og labbaði að íþróttahúsinu. Ég horfði upp í trén á leiðinni. Á einni greininni stóð kunnulegur fugl. „Bíbí?“ spurði ég og fuglinn horfði til baka eins og hann skildi mig. Lilja Rut Halldórsdóttir, 11 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=