RISAstórar smáSÖGUR 2019

60 Þegar ég opnaði ísskápinn Ég vaknaði klukkan sex um morgun og var að drepast úr hungri. Ég fór því fram í eldhús og opnaði ísskápinn. Þegar ég leit inn í hann lá við að allar dauðar lýs myndu hrynja úr hári mínu. Eitthvað var á hreyfingu í ísskápnum. Mér dauðbrá þegar rjúpa kom fljúgandi út úr honum. Rjúpan hafði verið í ísskápnum síðan Óli frændi kom heim úr veiðiferðinni deginum áður. Hún hlaut að hafa rotast við haglið. Aumingja rjúpan sat núna skjálfandi á stólbaki við eldhúsborðið. Ég opnaði svaladyrnar og hún flaug út, aðsjáanlega frelsinu fegin. Ég hafði misst matarlystina svo ég fór aftur upp í rúm að sofa. Þegar ég vaknaði næst voru allir í húsinu komnir á fætur. Óli frændi var náfölur í framan. Hann var viss um að hann hefði sett bráðina í ísskápinn kvöldið áður. Nú var hún horfin og enginn vissi neitt. „Hvar er rjúpan mín?!“ öskraði Óli froðufellandi. Ég ákvað að segja bara eins og var, að hún hefði flogið út úr ísskápnum í morgun og ég hefði hleypt henni út um svaladyrnar. Núna gátu allir séð hana úti á túni að jafna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=