RISAstórar smáSÖGUR 2019
6 Bolti andanna Í landi andanna var galdraandi sem gat galdrað fullt af skrýtnum hlutum eins og selhesta, hestakýr og apaljón. Einn daginn galdraði hann fótbolta og líka Cristiano Messi. Hinir andarnir horfðu á hann í forundran. Hann var með fætur, skó, föt og kunni að spila fótbolta. Hann fór að tala við andana og spurði hvort þeir kynnu að spila fótbolta. „Nei, við höfum ekki fætur eins og þú,“ sagði einn andinn. „Ég skal kenna ykkur,“ sagði Cristiano Messi þá. „Takk kærlega!“ hrópuðu andarnir hátt. „Ekkert mál,“ svaraði Cristiano Messi og brosti. Galdraandinn galdraði þá risastóran og grænan fótboltavöll, fullan poka af boltum, fótboltabúnað á alla og járnfætur líka. „Allt í lagi, allt er tilbúið,“ sagði galdraandinn, „eða er það ekki?“ því hann hafði aldrei séð fótboltavöll áður. „Jú, mér sýnist það,“ svaraði Cristiano Messi, „Allt í lagi, allir inn á völlinn.“ Andarnir sáu með hryllingi að þeir gætu ekki labbað með járnfótunum svo galdraandinn baðst afsökunar og skipti þeim út fyrir mannsfætur (það var mjög skrýtið, trúið mér).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=