RISAstórar smáSÖGUR 2019

58 Tálbeitutrúður Eitt sinn var ofurhetja sem var kölluð Elding því hún klæddist dökkblárri peysu með mynd af eldingu. Þegar hún flaug um loftin flaksaðist appelsínugula skikkjan hennar. Á meðan Elding var að æfa sig í ofurkröftum var trúður hinum megin á Jörðinni að keyra um á fljúgandi bílnum sínum. Trúðurinn var í bleikum kjól og bíllinn fljúgandi var knúinn áfram af sápukúlum. En trúðurinn var í vanda því sápukúluvatnið var búið. Bíllinn hikstaði nokkrum sinnum og byrjaði svo að hrapa til jarðar. Trúðurinn var mjög hræddur og öskraði. Elding fann á sér að eitthvað væri að. Trúðurinn var langt í burtu, í Afríku en það tók Eldingu bara þrjár sekúndur að komast til hans því hún var ofurhetja. Hún var snögg að grípa bílinn og setja hann varlega til jarðar. En þá heyrðu Elding og trúðurinn öskur. Skammt frá var stelpa á hlaupum undan tveimur þjófum. Trúðurinn og Elding þutu bæði af stað til að bjarga henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=