RISAstórar smáSÖGUR 2019

57 Hann setti hjólabrettið í póst norður og vonaði það besta. Á meðan sat hann bara og beið sveittur í ullarfötunum. Loksins kom bréfið. Það var bleikt og fjólublátt og ilmaði af kanil. Kæri Fabrizio sumarsveinn. Leikfangið þitt bar af svo þú verður næsti jólasveinninn. Meðfylgjandi er nýi búningurinn þinn. Þinn vinur, jólasveinninn. Fabrizio byrjaði strax að undirbúa sig. Hann pakkaði niður 20 krúsum af geitamjólk, 30 pökkum af parmaskinku og nógu af brauði og pestó. Hann bað villigöltinn og skógarbjörninn að gæta kofans á meðan hann væri í burtu. Svo fór hann í nýja búninginn og var samstundis kominn í jólaskap. Ferðin á Norðurpólinn tók óratíma en þegar hann steig út úr flugvélinni sá Fabrizio í fyrsta sinn snjó og upplifði kulda. Hann hafði aldrei verið jafn glaður, nú var hann loksins jólasveinn og hann var ekki sveittur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=