RISAstórar smáSÖGUR 2019
56 sumarsveinn sem smíðar fallegasta leikfangið fær að taka við af mér og fær rauðan jólasveinabúning sendan um leið. Kær kveðja, jólasveinninn, Norðurpólnum. Sumarsveinninn hrökk í kút við þetta bréf og svitnaði á rauða nefinu sínu. Hann hafði smíðað allavega 500 leikföng sem voru öll falleg. Hann átti raunverulegan séns! Þegar hann fór að sofa um kvöldið ákvað hann að hann myndi vakna snemma og leyfa villigeltinum og skógarbirninum að velja fallegasta dótið til að senda inn í keppnina. Fabrizio sofnaði fljótt og dreymdi alla nóttina um jólasveinahlutverkið. Við fyrsta hanagal, klukkan sex, vaknaði hann, stökk á fætur og þambaði stórt glas af volgri geitamjólk. Dagurinn byrjaði á vandamáli. Villigölturinn var hrifinn af leikfangabíl, sem Fabrizio hafði smíðað, en skógarbjörninn var sannfærður um að skopparakringlan væri málið. Þetta reitti Fabrizio til reiði því hann treysti á vini sína en fyrst þeir gátu ekki verið sammála valdi hann þriðja kostinn, geðveikt hjólabretti sem hann hafði smíðað.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=