RISAstórar smáSÖGUR 2019
55 Sumarsveinninn Í ítölsku ölpunum býr sveinn en hann er ekki jólasveinn heldur sumarsveinn. Hann heitir Fabrizio og er frekar vitlaus og kjánalegur. Ef þú sæir hann tækirðu eftir því að hann er alltaf rauður í framan. En það er ekki vegna þess að hann sé eitthvað reiður heldur vegna þess að appelsínuguli sumarsveinabúningurinn hans er úr ull svo honum er oftast heitt þarna fyrir sunnan. Fabrizio býr í alpakofanum sínum með skógarbirni og villigelti. Hann dreymir um að vera jólasveinn frekar en sumarsveinn. Hann er ekki með skegg eins og jólasveinninn en vegna þess að hann lifir á geitamjólk, pestó og parmaskinku þá er hann alltaf með storknað geitamjólkurskegg. Sumarsveinninn eyðir öllum sínum dögum í að sitja fyrir utan kofann sinn, smíða leikföng og vonast eftir næsta lausa jólasveinastarfi. Dag einn fékk hann bréf inn um póstlúguna sem gerði hann spenntan. Þetta voru stórtíðindi: Kæri Fabrizio sumarsveinn. Sumarsveinar heimsins fá nú tækifæri til þess að taka að sér hlutverk jólasveinsins því ég er að fara á eftirlaun. Sá Vignir Snær Brynjarsson, 8 ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=