RISAstórar smáSÖGUR 2019

54 Þær biðu í heila mínútu sem þeim fannst eins og óratími en svo heyrðu þær umgang á þakinu. Jólasveinninn var kominn og sagði alla hafa verið að leita að Stínu. Hann hrósaði henni fyrir að muna eftir lúðrinum, rétti Snærós annan pakka og óskaði henni gleðilegra jóla. Snærós þakkaði fyrir sig og ætlaði að príla upp strompinn með jólasveininum þegar hún fór að hlæja. „Af hverju notið þið ekki bara dyrnar?“ Jólasveinninn og Stína fóru líka að skellihlæja, kvöddu Snærós og skottuðust út um dyrnar, upp í sleðann og flugu aftur upp í fjall.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=