RISAstórar smáSÖGUR 2019

53 „Ég vil opna pakkana, ég vil opna þennan stóra.“ Hún fann hvernig henni var lyft upp og lögð niður á dúnmjúkan sófa. Svo byrjaði þessi með æstu röddina að rífa utan af pakkanum. Hún reif og tætti þar til hún sá loks Stínu greyið. „Hvers konar pakki er þetta eiginlega?! Er þetta vélmenni eða eitthvað?“ Stína opnaði augun og öskraði. Stelpan sem opnaði pakkann öskraði líka. Þarna störðu þær á hvor aðra og öskruðu svo hátt að fjöllin titruðu. Allt í einu hættu þær báðar og horfðust í augu. „Hvað ert þú eiginlega?“ spurði stelpan. „Ééég er Stííína jójójólaálfur,“ stamaði Stína. „Ég er sú sem býr til allar gjafirnar sem jólasveinninn færir þér.“ „Af hverju í ósköpunum ertu þá hér en ekki uppi í fjöllum?“ Stína sagði henni alla sólarsöguna og stelpan, sem sagðist heita Snærós, lofaði að hjálpa henni heim. En fyrst skyldu þær fá sér morgunmat. Allt í einu mundi Stína að hún var með lítinn lúður sem hún gat notað til að kalla á jólasveininn en það mátti bara nota hann í neyðartilfellum. Snærós var hrifin af þessari hugmynd svo Stína blés í lúðurinn og það var ekki fallegt hljóðið sem kom úr honum. Agla Eik Frostadóttir, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=