RISAstórar smáSÖGUR 2019

52 Stína í klípu Stína var álfur sem vann fyrir jólasveininn. Eitt sinn lenti hún í skelfilegri klípu. Hún var að pakka inn gjöfum og átti svo að setja þær í stóra pappakassa. Stína þurfti að pakka inn risastórum kajak og pakkaði óvart sjálfri sér inn. Lísa var álfurinn sem átti að mála öll leikföngin. Hún tók eftir því að Stína var horfin svo hún tók að sér hlutverk hennar og setti pakkana í kassana. Hún sá stóran pakka (sem Stína greyið var föst í) og setti hann í stóran pappakassa. Stína hrópaði á hjálp en enginn heyrði. Álfarnir hlóðu öllum kössunum saman. Svo fann Stína að það var verið að færa kassanna yfir á vagn jólasveinsins. Hennar beið líklega að verða gjöf til einhvers barns. Hún fann hvernig þau tókust á loft og lentu þess á milli. Allt í einu var kassinn hennar tekinn upp og hún öskraði af öllum lífs og sálar kröftum. Jólasveinninn heyrði ekki í henni, hoppaði niður um strompinn og skildi Stínu eftir við tréð hjá einhverri fjölskyldu. Stína var innpökkuð á ókunnugum stað og heyrði jólasveininnn príla upp skorsteininn. Hún reyndi að losa sig en var föst í pakka. Hún grét sig í svefn. Stína vaknaði við spenntar raddir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=