RISAstórar smáSÖGUR 2019

51 „Ó, mamma,“ svaraði Elísabet. „Þegar ég var að kenna kettlingunum að skíða þá runnu þeir í burt. Ég leitaði og leitaði þar til þú kallaðir á mig en ég fann þá ekki á fjallinu.“ Mamma huggaði hana en Elísabet vissi ekki að á meðan voru kettlingarnir að skemmta sér vel á grasinu neðst í fjallinu. Hún hafði gleymt að segja þeim að það væri aðeins hægt að renna sér í snjó og hún hafði ekki fundið þá því hún var að leita í snjónum. Þegar Elísabet hætti loks að gráta heyrði hún lágvært mjálm fyrir utan. Hún hélt hún væri að ímynda sér það því hún saknaði kettlinganna svo mikið. En svo heyrði hún bankað létt á hurðina svo hún opnaði dyrnar. Hún var mjög hissa þegar hún sá kettlingana þrjá fyrir utan. Þeir voru svo klárir að þeir skynjuðu leiðina heim, renndu sér upp að dyrum og voru nú mættir. Elísabet tók á móti þeim með bros á vör, færði þá inn í hlýjuna og gaf þeim mjólk að lepja. Freyja Björk Bjarnadóttir, 6 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=