RISAstórar smáSÖGUR 2019

50 Skíðakettlingar Eitt sinn voru voru þrír kettlingar. En þeir voru engir venjulegir kettlingar, heldur hálf vélmenni og hálfir kettir. Þess vegna voru þeir bæði fjarska vitrir og fagrir. Ung stúlka, sem hét Elísabet, átti alla kettlingana þrjá. Hún elskaði þá af öllu sínu hjarta og tók þá með sér hvert sem hún fór. Einn daginn vaknaði Elísabet, leit út um gluggann og sá að það var mikill snjór í fjallinu. Hún hljóp að rúmi mömmu sinnar og spurði: „Mamma má ég fara í fjallið í dag, mig langar svo að kenna kettlingunum að skíða.“ „Þegar þú hefur borðað morgunmatinn og þvegið þér um eyrun máttu fara að renna þér á skíðum. En farðu varlega,“ svaraði mamma. Þegar hún hafði lokið við morgunverkin fór Elísabet með kláru kettlingana í fjallið. Það gekk mjög vel til að byrja með en svo runnu kettlingarnir frá henni hver í sína áttina. Elísabet fór að hágráta því kettlingarnir voru týndir en svo herti hún upp hugann og fór að leita. Hún leitaði þar sem mesti snjórinn var í fjallinu en svo kallaði mamma á hana og sagði henni að koma heim. Elísabet hágrét þegar hún kom til mömmu sinnar. „Hvað er að Elísabet mín?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=