RISAstórar smáSÖGUR 2019
5 Að skrifa sögu er svolítið líkt því að hoppa á trampólíni. Þú leggur af stað, orð fyrir orð, og þarft ekkert að vita hvert þú ætlar. Það eina sem þú getur treyst á er að punktur kastar þér yfir í næstu setningu. Þú lítur svolítið kjánalega út þegar þú klórar þér í höfðinu og hárið stendur út í loftið en þetta er svo gaman að þú hugsar ekkert út í það. Svo langar þig að skrifa nýjan kafla og kynna til sögunnar nýja sögupersónu. Kannski tekst það, kannski ekki. En þú reynir! Næst læturðu söguhetjuna gera eitthvað ótrúlega magnað en hún lendir á rassinum með tilheyrandi hláturskasti. Þú skrifar heillengi … bara til þess að hafa gaman. Krakkarnir sem eiga sögur í þessari frábæru bók eru góð í því að skemmta sér. Þau þora að stökkva af stað, frá orði til orðs, kafla til kafla. Ég vona að þau vaxi aldrei upp úr því og haldi áfram að skrifa sögur alla æfi. Það er miklu skemmtilegra en að horfa bara á. Bergrún Íris Sævarsdóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=