RISAstórar smáSÖGUR 2019

49 Samviskan Samviskan mín hefur alltaf verið mér góð. Þar til núna. Samviskan sagði mér alltaf hvað ég ætti að gera, eins og til dæmis að gera allt til að láta öðru fólki líða illa. Um daginn fann ég súkkulaði sem ég vissi að systir mín átti. Ég var mikið fyrir mjólkursúkkulaði svo ég fékk mér bita. Það var gott svo ég fékk mér annan og annan og annan. Samviskan leyfði mér það. Ég kláraði súkkulaðið og hugsaði með mér að enginn myndi taka eftir því. Seinna sama dag kom systir mín til mín og spurði hvort ég hefði borðað súkkulaðið hennar. Ég gat ekki logið og játaði. Systir mín varð leið og það var eins og samviskan hefði stungið mig. Mér leið mjög illa fyrir hönd systur minnar og var sjálfur mjög leiður. Ég hafði einstaka sinnum fengið lítið samviskuvit en þetta var miklu stærra. Ég gat varla sofnað því súkkulaðið og leiða systir mín komu alltaf upp í hugsunum mínum. Síðan þá hef ég oft fengið samviskubit, meira að segja þegar ég hef ekkert gert. Einhver annar gerði eitthvað leiðinlegt og samviskan gat ekki samviskubitið hann svo hún beit mig í staðinn. Kristján Nói Kristjánsson, 12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=