RISAstórar smáSÖGUR 2019
47 Saga Atla Eitt sinn voru maður og kona sem þráðu ekkert heitar en að eignast barn. Dag einn varð þeim að ósk sinni. Þau eignuðust lítinn dreng og gáfu honum nafnið Atli. Þegar Atli var 9 ára dó faðir hans í snjóflóði og Atli varð mjög sorgmæddur. Frá þeim degi ákvað hann að hann myndi vernda mömmu sína fyrir öllum ógnum. Hann faldi GPS tæki á henni ef henni yrði rænt, ef betlari færi að kúga hana hringdi hann í lögmanninn og ef hún lenti í lífshættu hringdi hann strax í björgunarsveitina. Eftir heilt ár af því að forða mömmu sinni frá vandræðum var Atli verðlaunaður fyrir framistöðu sína. En Atli varð þreyttur á þessu og eftir tvö ár gafst hann upp. Þjófarnir fréttu fljótt af uppgjöf Atla og lögðu á ráðin um að ræna mömmu hans til að hefna sín fyrir hversu oft Atli hafði látið stinga þeim í steininn. Tveimur mánuðum síðar barst Atla bréf: Daginn Atli. Við höfum mömmu þína í haldi og þú verður að koma og bjarga henni eins og þér er einum kunnugt um. Með hatri, Myljararnir Ómar Azfar Valgerðarson Chattha, 9 ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=