RISAstórar smáSÖGUR 2019

46 Pabbi reyndi meira að segja að róa hana niður en hún var ákveðin. Jóhanna fór með hvolpinn inn í herbergi og grét. „Ég mun sakna þín Ársæll,“ sagði hún með tárin í augunum. „Ekki gráta,“ heyrði hún þá ljúfa rödd segja. Hún hlaut að hafa ímyndað sér þetta en svo stökk Ársæll fram og varir hans hreyfðust. Það var eins og hann gæti lesið hugsanir því hann bætti við „Þetta er ekki draumur. Þú hefur upplifað ofurkraft!“ Þá fékk Jóhanna hugmynd: „Þú getur hjálpað mér að þjálfa þig!“ „Það get ég,“ svaraði Ársæll og þau hófu þjálfunina. Jóhanna kenndi honum allt milli himins og jarðar. Eftir nokkra daga sýndi hún mömmu hvað hún hafði kennt Ársæli. Hún var búin að kenna honum að koma til sín þegar hún kallaði og hann þurfti ekki einu sinni ól þegar þau fóru út að labba. Mamma sagði að Jóhanna hefði greinilega mikla hæfileika og skipti um skoðun. Ársæll blikkaði Jóhönnu og áður en hún vissi var Ársæll orðinn hluti af fjölskyldunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=