RISAstórar smáSÖGUR 2019
45 Ofurkrafturinn Jóhanna var níu ára með sítt brúnt hár, freknur og skærblá augu. Hún var mikill dýravinur og oftast í góðu skapi. Hún var nýbúin að eiga afmæli og fékk hvolp að gjöf frá mömmu og pabba. Jóhanna var heima hjá Láru vinkonu sinni að reyna að finna nafn á hvolpinn. Allt í einu hrópaði hún: „Ársæll!“ og nafnið var komið. Þegar Jóhanna kom heim tók hvolpurinn á móti henni með miklum látum. Hann braut allt flotta postulínið hennar mömmu. Hún flýtti sér að segja hvað hvolpurinn átti að heita. En þó mömmu þætti það gott nafn sagði hún að þau yrðu að láta hvolpinn fara fyrst hann braut allt postulínið. Jóhanna grátbað mömmu um að leyfa honum að vera og mamma gaf þeim einn séns í viðbót. Næsta dag vaknaði Jóhanna við mikil læti. Hún sá Ársæl vera að leika sér með hundabein og glerbrot út um allt gólf. Allt gler á heimilinu fyrir utan gluggana var brotið. Ó nei! Nú yrði mamma reið og myndi vilja losna við hann. Það var nákvæmlega það sem gerðist og það var ekkert sem gat stoppað mömmu. Jóhanna reyndi að segja henni að þetta hefði verið slys en mamma hlustaði ekki. Eva Dís Jokumsen Heiðarsdóttir, 9 ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=