RISAstórar smáSÖGUR 2019

43 Ofuramma Einu sinni var amma sem flaug um allan bæinn og bjargaði fólki. Eða hún reyndi það að minnsta kosti. Hún var ofuramma. Þar sem hún var ofuramma, lifði hún ofurlengi og var að verða hundrað og eins árs gömul. Henni tókst raunar ekki oft að bjarga fólki en einu sinni hjálpaði hún litlum strák heim til sín eftir að hann datt af hjólinu sínu. Hún hjálpaði líka 85 ára gömlum manni yfir götu. Hún flaug til hans og kom í veg fyrir að hann dytti og leiddi hann svo yfir götuna. Hún hrasaði samt sjálf. Svo bjargaði hún líka mús frá ketti sem var að elta hana. Núna býr músin í einum af blómapottum ofurömmu. Þar sem ofuramma flýgur yfir bæinn sér hún kisu í vanda. Kisan hefur klifrað upp í tré en kemst ekki niður. Amma hleypur af stað, eða skokkar raunar því hún er of gömul til að hlaupa. En svo getur hún flogið! Ofuramma flýgur upp í tré til kisunnar og hjálpar henni niður á grein sem hún getur klifrað niður úr. En svo dettur amma sjálf, kylliflöt beint á rassinn. Hún haltrar í smástund en tekst svo á loft til að fylgjast með bænum. Freydís Stefánsdóttir, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=