RISAstórar smáSÖGUR 2019
42 Hann opnaði eina skúffuna og fann bæði kveikjara og hníf en hann var ekki viss hvort hann ætti að nota. Nú tók brúðan eftir því að Andri var ekki lengur í rúminu og grunaði að hann vissi leyndarmál hennar. Þegar Andri kom aftur upp í herbergi með kveikjarann var brúðan horfin því hún hafði farið að leita að Andra. Andri fór líka að leita. Þegar hann fann loks brúðuna reyndi hann að kveikja í henni en hún sá við honum. Hún felldi Andra sem datt fram fyrir sig og kveikti óvart í gólfinu. Brúðan hló hræðilegum hlátri og réðst á Andra sem barðist á móti. Þá fékk Andri hugmynd. Hann þóttist detta á eldinn, sneri sér svo við og hoppaði afturfyrir brúðuna. Hann náði að kveikja í hnakkanum á henni en hún hélt áfram að ráðast á Andra þó hausinn á henni væri í logum. Loks náði eldurinn tökum á brúðunni og hún bráðnaði niður á gólfið. Andri flýtti sér að ná í slökkvitæki og slökkti eldinn. Nú var allt orðið rólegt … eða hvað?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=