RISAstórar smáSÖGUR 2019

41 Nóttin með lifandi brúðunni Andri hafði pantað sér nýja postulínsbrúðu á netinu og hann gat ekki beðið eftir að fá hana. Þegar hún kom loksins varð hann að prófa hana strax. Brúðan var í gráum jakkafötum með alvöru vösum en það var miði í einum vasanum. Andri tók upp miðann og las upphátt: „karrómarri donalona karano mora“. Hvaða bull er þetta hugsaði hann með sér. En þetta skipti engu máli. Brúðan var komin. Það var langt liðið á kvöldið þegar Andri burstaði loks tennurnar og fór að sofa. Hann var sofnaður þegar skellir og dularfull hljóð heyrðust í herberginu hans. Þau komu frá brúðunni því þulan á miðanum hafði vakið hana til lífsins. Enginn varð var við hljóðin í fyrstu en svo fór brúðan að hlaupa um með enn meiri hávaða. Þá vaknaði Andri. „Hvaða hljóð er þetta?“ sagði hann með hnút í maganum. Brúðan var ekki á sínum stað svo hann fór úr rúminu að leita að henni. Þá sá hann hana, standandi á gólfinu eins og manneskju. Andri varð rosalega hræddur og þurfti að halda niðri í sér öskrinu svo brúðan tæki ekki eftir honum. Hann læddist fram og hljóp inn í eldhús. Andri Guðfinnsson, 9 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=