RISAstórar smáSÖGUR 2019

4 Stokkið af stað Mér finnst krakkar oft miklu betri listamenn en fullorðið fólk. Eftir því sem fólk eldist, því hræddara verður það að prófa nýja hluti. Sumt fullorðið fólk kann ekki að skemmta sér við að skrifa sögu eða njóta þess að mála mynd. Það er nefnilega allt of upptekið við að hugsa um hvað öðru fólki gæti fundist um listaverkið. Fullorðið fólk hoppar líka sjaldan á trampólíni, af sömu ástæðu. Það horfir bara á krakkana hoppa og óskar þess að það myndi þora að vera með. Skrítið, ekki satt? Manstu þegar þú hoppaðir síðast á trampólíni? Þú stökkst af stað, óviss um hvar eða hvernig þú myndir lenda. Það eina sem þú gast treyst á var að dýnan myndi kasta þér aftur upp í loft. Þú leist pínulítið kjánalega út með hárið út í loftið en þetta var svo gaman að þú hugsaðir ekkert út í það. Svo langaði þig að fara heljarstökk. Kannski tókst það, kannski ekki. En þú reyndir! Næst stökkstu eins hátt og þú gast og lentir á rassinum með tilheyrandi hláturskasti. Þú hoppaðir heillengi ... bara til þess að hafa gaman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=