RISAstórar smáSÖGUR 2019
39 Morguninn eftir fóru þau í stríðsbankann til að afla upplýsinga. Maðurinn í stríðsbankanum fletti þeim upp og sagði að það kæmu nokkrir menn til greina en allir hefðu þeir komið aftur þó seint væri. Stúlkan var viss um að pabbi væri á lífi en þau vissu ekki hvað hann hét eða hver þessara manna hann var. En þau ákváðu að fylgja í fótspor bjarnarins Paddington og leita. Þau bönkuðu upp á mörgum dyrum og á endanum komu þau að litlu húsi. Þegar maðurinn kom til dyra spurði stúlkan hann hvort konan hans hefði verið með barn í maganum þegar hann fór í stríðið. En hún vissi svarið um leið og hún leit í augu hans. Hann sagðist hafa komið heim að tómu húsi og aldrei fundið konuna sína og ófætt barnið. „Af hverju eruð þið að spyrja að þessu?“ „Við erum búin að ganga í svo mörg hús í borginni en ég veit það núna að þú ert pabbi okkar!“ „Það getur ekki verið, við áttum bara von á einu barni og ég veit ekki einu sinni hvað barnið heitir.“ „Mamma fann hann við útidyrnar og tók hann að sér. Hann er bróðir minn svo þú ert líka pabbi hans.“ „Hvað heitir mamma þín?“ „Mamma heitir Karen.“ „Ó, Karen! Fagra stúlka, ég sé það núna hversu lík henni þú ert.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=