RISAstórar smáSÖGUR 2019
38 mömmu þína allra þessara spurninga og ég held að ég hafi svör fyrir þig. Ég þarf að byrja á byrjuninni. Þegar móðir þín gekk með þig þurfti pabbi þinn að fara í stríðið og hann kom aldrei aftur. Margir menn og konur komu aldrei aftur og nokkrum árum seinna fann hún strák við útidyrnar ykkar og hún ákvað að ala hann upp. Svo fann hún á sér að það væri eitthvað undarlegt og skrítið að fara að gerast, mögulega annað stríð, svo hún flutti með ykkur hingað lengst í burtu til að halda ykkur öruggum. Foreldrar þínir fengu aldrei tækifæri til að velja þér nafn og mamma þín hefur ekki fengið sig til að taka ákvörðunina ein og því berið þið systkinin engin nöfn.“ Stúlkan þakkaði fyrir sig, kvaddi og hljóp heim. Hún gat ekki sofnað um nóttina því nú hafði hún enn þá fleiri spurningar. Morguninn eftir pakkaði hún nauðsynjum í tösku og tók bróður sinn með sér. Þau gengu langa leið að lestarstöðinni og héldu til Lundúna áður en mamma tók eftir því að þau voru farin. Þegar þau voru komin í borgina leiddi stúlkan bróður sinn að gamla húsinu þeirra, húsinu þar sem hann hafði verið skilinn eftir. Hún bjóst við því að önnur fjölskylda byggi þar núna en það leit út fyrir að mamma hefði aldrei selt það. Bróðirinn var ekki hrifinn af því en þau ákváðu að gista nóttina í yfirgefnu og drungalegu húsinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=