RISAstórar smáSÖGUR 2019

36 Lína Stúlkan var níu ára og bjó með mömmu sinni og fimm ára bróður í litlum kofa úti við skóginn. Hún bar ekkert nafn en var lágvaxin, freknótt og með mikið hár. Hennar helsti eiginleiki var forvitnin og henni fannst ekkert skemmtilegra en að spyrja spurninga. Mamma hennar var alltaf spennt á taugum sem stafaði aðallega af því að bróðir hennar var rosalegur prakkari. Ef mamma vék sér frá eldavélinni þá tæmdi hann kryddstauka í matinn. Og þann tíma sem þau höfðu búið í borginni hafði honum ekki verið boðið í afmæli annars stráks svo hann kúkaði í kassa, pakkaði honum inn í afmælispappír og skyldi hann eftir fyrir utan dyr stráksins. Eitt sinn var mamma svo mikið á nálum að hún sat bara stjörf við arininn og starði á eldinn. Stúlkan hafði nefnilega spurt hana af hverju þau byggju þarna í kofanum við skóginn og af hverju hún ætti sér ekki nafn. Móðirin svaraði engu, starði bara á eldinn og gekk svo burt. Þannig leið dagurinn, stúlkan síspyrjandi en mamman þögul. Bróðir hennar var úti í boltaleik við íkorna og á endanum gafst stelpan upp á því að spyrja mömmu sína, fór út og labbaði inn í skóginn. Skógurinn var svo fallegur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=