RISAstórar smáSÖGUR 2019
34 „Af hverju gerðir gerðirðu þetta?“ spurðu þau öll og eina svarið sem hún gat gefið var „Ég veit það ekki.“ Hún spurði sjálfa sig sömu spurningar og svo fékk hún skilaboð frá forsetaritaranum um að hún þyrfti að mæta afleiðingum gjörða sinna. Þegar hún kom heim ætlaði hún að fletta upp hvaða refsing biði hennar en hún gat ekki tengst netinu. Hún prófaði símann en sama hvað hún reyndi þá var hún sambandslaus. Hún áttaði sig brátt að hún hafði verið gerð útlæg af netinu fyrir glæpi sína. En Guðni forseti var líka í vondum málum. Nú þurfti hann að svara erfiðum spurningum blaðamanna og viðurkenna að hann hefði bara sagt þetta um ananas á pítsur til að virka skemmtilegri. Í kvöldfréttum kom fram að fimmtán ára stúlka hefði hakkað sig inn í síma forsetans og að hún hefði verið dæmd í tveggja ára internet bann. Í öðrum fréttum kom fram að Guðni hefði sagt af sér vegna ananashneykslisins. Emblu leið mjög illa yfir þessi. Hún kunni einstaklega vel við Guðna en nú var hann farinn og hún mátti ekki nota internetið, sem var versta refsing sem hún gat ímyndað sér. Fyrsti mánuðurinn var mjög erfiður. Embla vissi ekkert hvað hún átti að gera. Hún missti samband við alla
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=