RISAstórar smáSÖGUR 2019
33 Embla var orðin mjög spennt og ákvað, án þess að hugsa sig tvisvar um, að hakka sig inn í símann hans Guðna og sjá hvort hann hefði sagt eitthvað um þetta persónulega. Hún gáði fyrst hvort hann hefði skrifað eitthvað til vina sinna á samfélagsmiðlum en hann hafði ekki minnst á ananas. Síðan athugaði hún í hverja hann hefði hringt og sá að hann hafði reglulega pantað pítsur frá Dominos. Hún ákvað að hlera næsta símtal og sjá hvaða pítsur hann væri að panta. Næsta föstudag sá hún að Guðni var enn og aftur að hringja í Dominos og hún hleraði símtalið. „Uhh, já. Ég ætla að fá eina stóra Hawaii pítsu með aukaskammi af ananas. Takk kærlega fyrir.“ Embla hafði tekið símtalið upp og fannst þetta ótrúlega fyndið. En hún var líka spennt og setti upptökuna á netið án þess að hugsa sig um. Eftir fimm mínútur voru þúsund manns búnir að hlusta á Guðni forseti panta ananas á pítsu en einmitt þá áttaði hún sig á því hvað hún hafði gert rangt. Hún hafði brotist í síma forsetans, hlerað hann og það var of seint að taka það til baka því þúsundir vissu af því. Þegar Embla mætti í skólann daginn eftir horfðu allir krakkarnir á hana. Orri Eliasen, 12 ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=