RISAstórar smáSÖGUR 2019

32 Leyndarmál Guðna forseta Embla var í tölvunni sinni eins og venjulega. Hún var orðin þekkt á Íslandi fyrir að vera hakkari en Embla notaði hæfileika sína bara til góðs. Hún hafði gert margt gott með snilligáfu sinni. Til dæmis hafði Embla rakið merki tölvuþrjóta sem reyndu að brjótast inn í Reiknistofu bankanna til að ræna mörgum milljónum. Hún hafði líka stöðvað konu sem reyndi að breyta prófílmynd allra stjórnmálamanna á Facebook í mynd af einræðisherra Norður-Kóreu sitjandi á klósettinu. Emblu leiddist þannig að hún fór að skoða hvað væri að gerast í heiminum. Allir voru að tala um að Guðni forseti hataði ananas á pítsum og vildi banna þær. Emblu fannst það mjög fyndið og ákvað að kynna sér málið betur. Eftir svolitlar rannsóknir tók hún eftir nokkru skrítnu. Í einu viðtalinu sagði Guðni að hann gæti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína. Embla fletti upp í stjórnarskrá Íslands á netinu og las 74. grein stjórnarskrárinnar, sem sagði að forsetinn mætti setja neyðarlög um það sem honum þykir mikilvægt og samkvæmt því sem hann hafði sagt í viðtölum fannst honum þetta mjög miklvægt. Hún undraði sig á því að enginn hefði tekið eftir þessu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=