RISAstórar smáSÖGUR 2019

31 eitthvað sem hljómaði eins og ógreinileg rödd. Hann gekk á hljóðið og sá hring á gólfinu. Hinrik tók hringinn upp og bar hann upp að auganu til að skoða hann betur en þegar hann leit í gegnum hann sá hann uppvakning! Uppvakningurinn var með loðnar hendur, slímugur og bar þess merki að hafa ekki þrifið sig í heila öld. Hann virtist líka reiður svo Hinrik hljóp í burtu. Hann var svo hræddur að hann hljóp óvart lengra inn í kjallarann, sem var mjög stór, í stað þess að fara aftur upp. Hinrik endaði við dyr sem lágu út í garð, hann opnaði þær og ákvað að kíkja til öryggis í gegnum hringinn áður en hann færi út. Það sem hann sá var ekkert eins og túnið fyrir utan smíðaverkstæðið þegar hann kom. Garðurinn var fullur af skrýtnum skepnum og ein þeirra, hræðileg og loðin en samt pínu krúttleg eins og kanína, stökk óvænt á hann og sló hringinn úr höndum hans. Skepnan þreifaði á hringnum með loppunum sínum, þefaði af honum og náði loks að setja hann upp að auganu. Skelfingin helltist yfir veruna þegar hún leit á Hinrik í gegnum hringinn. Hún henti honum frá sér, rak upp hávært öskur og hljóp í burtu ásamt hinum skepnunum. Á endanum ruddi uppvakningurinn Hinriki um koll. Þar sem hann lá á gólfinu horfði hann á eftir uppvakningnum flýja í dauðans ofboði á eftir félögum sínum. Róbert Gylfi Stefánsson, 8 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=