RISAstórar smáSÖGUR 2019
30 Hringurinn Hinrik var enn aumur í gómnum eftir tanntökuna. Núna sat hann aftan á mótorhjólinu hans pabba, á leið í vinnuna hans, og hver hraðahindrun var eins og högg á taugarnar. Kannski voru það verkirnir í gómnum en hann var hissa á því að hann fyndi ekki fyrir fiðringi að fara í fyrsta skipti með pabba í vinnuna. Pabbi hafði sagt honum frá smíðaverkstæðinu áður svo hann vissi að það var á þremur hæðum auk háalofts og kjallara. „Blessaður Andrés,“ sögðu samstarfsfélagar pabba og heilsuðu þeim báðum með handabandi. Hinrik fann svo til í höndinni eftir kveðjurnar að hann var næstum því búinn að gleyma verknum í gómnum. Honum leiddist og spurði pabba sinn hvort hann mætti skoða sig um á verkstæðinu. Pabbi játti en með því skilyrði að hann myndi ekki fikta í neinu. Hinrik byrjaði á því að kíkja niður í kjallara en varð var við eitthvað og heyrði þrusk. Hann hljóp upp til pabba, sem sagði honum að þetta hefði verið ímyndun. Það hefði enginn farið niður í kjallara í mörg ár. Hinrik var viss í sinni sök og ákvað að rannsaka sjálfur málið. Þegar hann gekk aftur niður stigann heyrði hann S m á s a g a á r s i n s í flokki 2019 6 til 9 ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=