RISAstórar smáSÖGUR 2019

29 „Ósk þín hefur verið veitt,“ heyrðist þá röddin segja. Daginn eftir var mamma ekki vöknuð þegar Anna fór á fætur. Henni fannst það mjög skrýtið því mamma var aldrei vöknuð seinna en klukkan sjö. Þá rann upp fyrir henni að hún vildi sjálf alltaf sofa út. Hvað hafði hún gert? Tveim dögum seinna opnaðist stór sprunga á himni og út úr henni gekk svartklæddur maður með krók í stað hægri handar. Hann var með barðastóran hatt og það sást varla í andlit hans. Hann smellti fingrum og gufaði upp. Maðurinn birtist fyrst fyrir utan bæinn hans Páls. Hann bankaði á hurðina og þegar Páll kom til dyra fór hann með þulu. Páll sofnaði um leið, maðurinn fór inn og náði í vængbrotið. Svo smellti hann fingrum. Hann birtist í kirkjunni, greip brotið og hvarf samstundis. Sigurður var að horfa á sjónvarpið svo maðurinn gat gripið brotið hans án þess að Sigurður tæki eftir því. Að lokum birtist hann inni í herbergi hjá Önnu. Hún var ekki inni svo hann tók upp síðasta brotið. Svo hvarf hann endanlega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=