RISAstórar smáSÖGUR 2019

28 „Langar þig að verða betri tónlistarmaður?“ spurði röddin. „Ha…?“ Anna vissi ekki hvað hún ætti að segja. „Langar þig til þess?“ „Uu, já.“ „Ósk þín hefur verið veitt. Prófaðu bara að spila. Ég get uppfyllt allar óskir þínar, þú þarft bara að spyrja.“ Anna sló á strengina og allt í einu kunni hún að spila lög sem hún hafði aldrei heyrt áður. Á meðan var Sigurður að laga til í íbúðinni sinni. Hann var bæði þreyttur og niðurdreginn. „Ég vildi að ég hefði einhvern til þess að hvetja mig áfram,“ sagði hann með sjálfum sér og í þeim orðum birtust tugir manna inni hjá honum og fóru að syngja og hvetja hann til dáða. Honum brá svo að hann datt aftur fyrir sig. „Farið burt!“ hrópaði hann og þau hurfu öll. Nú voru Anna og mamma hennar að rífast. Síðan Anna fór að geta spilað svona vel spilaði hún öllum stundum en mömmu fannst tónlistin of hávær. Anna hljóp inn í herbergi og skellti á eftir sér. „Ég vildi að mamma líktist mér meira.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=