RISAstórar smáSÖGUR 2019

25 hissa að það leið yfir hana. Stelpurnar hlupu til Ilmar, lyftu henni upp með fögnuði og hentu henni svo í gryfjuna. Þær hoppuðu svo á eftir henni ofan í og Ilmur skildi ekkert hvað hafði gerst. Freyju og Karítas þótti þetta mjög skrýtið. Þær þögðu alla leiðina heim til Ilmar en þegar þær voru komnar inn í herbergið fóru þær að ræða það sem hafði gerst. „Vá, hvað þetta var flott hjá þér,“ sögðu Karítas og Freyja einum rómi. „Takk,“ svaraði Ilmur, „en samt grunsamlegt.“ Næsta dag þegar Ilmur settist við borðið sitt í skólanum rétti kennarinn henni stærðfræðipróf og hún fattaði að hún hafði ekki lært fyrir það. „Þetta er ekkert svo mikið,“ hugsaði Ilmur með sér, „bara þrjár, fjórar blaðsíður.“ Hún starði á dæmin en svo lyftist blýanturinn upp og byrjaði að reikna þau sjálfur. Ilmur var sú eina sem fékk A+ á prófinu. Eftir skóla fóru vinkonurnar heim til Ilmar og hún sagði þeim frá öllum skrýtnu tilfellunum. Kexpakkanum sem lenti í kerrunni, ljósunum sem slökknuðu af sjálfu sér, ótrúlega stökkinu í fimleikunum og svo blýantinum í prófinu. Þær vissu ekki hvað þær ættu að gera en svo sagði Freyja ákveðin:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=