RISAstórar smáSÖGUR 2019

23 Get ég galdrað? INNKAUPALISTI • brauð • bananar • salt • kjöt • gúrka • egg • opal • pítusósa Ilmur og mamma hennar voru úti í búð að versla. Þær voru búnar að taka allt sem þær vantaði nema kjötið svo mamma fór inn í kæli. Á meðan labbaði Ilmur fram hjá kexpökkunum. Hana langaði svo ótrúlega mikið í kex og áður en hún vissi af lyftist einn kexpakkinn af sjálfu sér og lenti ofan í innkaupakerrunni. Ilmur varð steinhissa og þegar mamma kom til baka með kjötið spurði hún hvað kexið væri að gera þarna. Ilmur sagðist ekki vita það, enda var hún enn hissa á því sem gerðist. Mamma keypti kexið og í bílnum á leiðinni heim hámaði Ilmur allan kexpakkann í sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=