RISAstórar smáSÖGUR 2019

22 Úlfur hafði misst alla matarlyst. Hann var miður sín að geta ekki sagt ömmu sinni frá geimferðinni og hvernig færi með fræið. Viku seinna, þegar hann var loksins að jafna sig, kom afi hlaupandi til hans. Geimskipið var tilbúið og þeir þyrftu bara að gera gallana klára. Afi var byrjaður að búa til hjálmana og Úlfur hjálpaði til með því að klippa niður leður eftir sniðum sem afi átti úr gömlu vinnunni. Úlfur var orðinn mjög spenntur fyrir geimferðinni með afa og hann ætlaði alls ekki að gleyma fræinu hennar ömmu. Það tók afa tvo daga að klára búningana en svo þurfti bara að gera gat á loftið í skemmunni svo þær kæmust út í geim. Það var liðin vika og Úlfur hafði ekki séð eða heyrt í afa lengi. Hann var byrjaður að hafa áhyggjur svo hann fór að leita að honum. Hann fann afa á þaki skemmunnar að saga risastórt gat. „Jæja, það er kominn tími til að leggja af stað!“ sagði afi og þeir skelltu sér í gallana. Á síðustu stundu fattaði Úlfur að hann var ekki með fræið hennar ömmu svo hann hljóp heim, greip fræið og fór svo um borð í geimskipið með afa. Þeir lentu geimskipinu á Mars og plöntuðu fræinu og af því spratt falleg rauð rós. Seinna uppgötvuðu vísindamenn blómið en skildu ekkert í því hvernig það komst þangað upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=