RISAstórar smáSÖGUR 2019
21 sér til gamans. Nú fékk Úlfur að hjálpa afa með smíðina. „Afi, ég ætla að vera eins og þú þegar ég verð stór.“ „Haha, þá verðurðu að vera duglegur að læra stærðfræði.“ Úlfur tók afa á orðinu og lærði alveg þar til hann fór að sofa. Daginn eftir fór Úlfur í skólann á meðan afi var að vinna að geimskipinu. Þegar hann kom heim ætlaði hann að rjúka beint til afa en hans biðu slæmar fréttir. Amma var uppi á spítala og hún var að dauða komin. Fjölskyldan fór að heimsækja hana og þegar þau mættu sneri amma sér strax að Úlfi. „Afi sagði að þið væruð kannski að fara upp í geim. Er það satt?“ „Já, amma mín.“ Amma rétti höndina til hans og hann tók varlega í hana. „Þegar þið afi farið út í geim ertu þá til í að planta þessu fræi á Mars?“ „Ég skal gera það amma. Ég lofa.“ Hann kvaddi ömmu og þegar hann var kominn heim setti hann fræið ofan í skúffu þar sem það myndi ekki týnast. Tveim dögum síðar dó amma. Hekla Líf Guðlaugsdóttir, 12 ára
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=