RISAstórar smáSÖGUR 2019
20 Fyrsta blómið á Mars „Halló!“ heyrðist djúp rödd segja fyrir aftan Úlf. Honum brá svo að hann öskraði. Hann leit við og starði á afa. „Þú hræddir mig, afi.“ „Hahaha, þú ættir að heita Héri frekar en Úlfur,“ svaraði afi. „Ég er enginn hræðslupúki!” sagði Úlfur þá styggur. „Sannaðu það.“ „Allt í lagi. Hvað á ég að gera?“ „Farðu út í skemmu og vertu þar í fimmtíu sekúndur.“ „Ekkert mál,“ svaraði Úlfur, klæddi sig í skóna og fór út í skemmu. Hann hafði aldrei farið inn í skemmuna hans afa og þar var eitthvað undir teppi. Hann kveikti ljósið og kippti teppinu af. Þetta leit út eins og hluti af geimflaug. „Fimmtíu sekúndur eru liðnar,“ kallaði afi og Úlfur dreif sig út. Hann spurði afa hvað þetta væri í skúrnum og hann svaraði að eitt sinn hefði hann unnið við að byggja flugvélar og geimskip. En honum fannst hann ekki fá borgað nóg svo hann hætti og flutti í sveitina. Hann hafði samt verið að dunda sér við að búa til þetta litla geimskip
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=