RISAstórar smáSÖGUR 2019

19 Fallega blómið Einu sinni var gult blóm. Blómið var mjög einmana því það átti enga vini. Einn daginn, þegar það var alveg að koma vetur, sá það annað blóm sem það hafði aldrei séð áður. En gula blómið gat ekki hreyft sig og komst því ekki til hins blómsins. En svo breyttist gula blómið í blásublóm og vindurinn feykti fræjunum út um allt en ekki í áttina að hinu blóminu. Vindurinn blés fræjunum upp og niður og alla leið í annað land. Blómið var alveg einsamalt. En svo lenti fræið og varð að blómi í nýja landinu. Það leit í kring um sig og sá níu þúsund blóm í kring um sig. Þetta var blómalandið. Blómið spurði öll hin blómin hvort þau vildu vera vinir sínir og þau sögðu öll já. Nú var blómið ekki lengur einmana. Eftir þetta héldu blómin áfram að breytast í blásublóm, fræin ferðuðust um allt og alltaf komu fleiri blóm. Ólafur Hrafn Hlíðar Eyrúnarson, 7 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=