RISAstórar smáSÖGUR 2019

16 „Viltu frekar borga?“ spurði maðurinn þá. Fannar hugsaði sig um. Þetta var sérkennilegt en hver myndi ekki þiggja frítt hótelherbergi. „Heyrðu, jú. Ég þigg það.“ „Fínt!“ sagði maðurinn og teygði sig í lykil sem hékk á veggnum fyrir aftan hann. „Takk fyrir,“ sagði Fannar, tók lykilinn og töskuna sína og hélt að herberginu. Það var merkt með stórum stöfum: HERBERGI 53. Fannar setti lykilinn í skrána og sneri honum en hann gat ekki opnað dyrnar. Hann hristi lykilinn en ekkert gerðist. Hann komst ekki inn. Á meðan hann barðist við dyrnar gekk gamall maður fram hjá honum. „Fyrirgefðu,“ sagði Fannar við manninn, „ég get ekki opnað dyrnar.“ Gamli maðurinn sneri sér að Fannari. Honum fannst hann líka þekkja hann. Maðurinn tók lyklakippu með alls kyns lyklum, stórum og smáum, upp úr vasanum. „Kemstu ekki inn, já?“ sagði gamli maðurinn og byrjaði að prófa lyklana. „Nei, þessi virkar ekki,“ muldraði hann. Á endanum opnuðust dyrnar og hann sagði „Svona! Þetta var rétti lykillinn.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=