RISAstórar smáSÖGUR 2019

15 „Allt í lagi,“ sagði maðurinn, dró lykil upp úr rassvasanum og opnaði hliðið. „Fylgdu mér.“ Fannar sótti töskuna sína og elti manninn. Þegar hann opnaði útidyrnar á hótelinu stóð þar lítill hundur sem nuddaði sér upp við Fannar. „Svona, hættu þessu,“ hvæsti maðurinn. Fannari fannst hann líka kannast við hundinn. „Jæja, komdu,“ sagði maðurinn svo og tók töskuna af Fannari. Hann fylgdi manninum að afgreiðsluborðinu fyrir framan þá. Maðurinn setti töskuna upp á borðið og spurði svo hversu margar nætur Fannar ætlaði að vera. „Ö … fimm,“ svaraði Fannar. „Nafn?“ „Fannar Daði Sveinsson.“ Maðurinn starði á hann. „Sveinsson?“ „Já …“ „Það er búið að ganga frá þessu og greiðslunni.“ „Ha, af hverju?“ spurði Fannar hissa. „Það stendur hérna í bókinni,“ sagði maðurinn og benti hvar þar stóð: FANNAR DAÐI SVEINSSON, LEYNIGESTUR. „En það getur bara ekki verið,“ sagði Fannar og horfði á sköllótta manninn. Daníel Björn Baldursson, 12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=