RISAstórar smáSÖGUR 2019

14 Endurfundir Hótelið var stærra en nokkurt hótel sem Fannar hafði séð. En það var skítugt. Fyrir framan það var múrveggur sem Fannar komst ekki fram hjá. Hvernig kæmist hann eiginlega inn? Hann var einn og ætlaði að vera þarna í fimm nætur. Það var að nálgast miðnætti og hann varð að komast inn á hótelið. Fannar steig út úr gamla, rauða bílnum sem hann hafði erft eftir föður sinn og skellti hurðinni á eftir sér. Hann gekk að hliðinu á múrveggnum og reyndi að opna það en það haggaðist ekki. Hann reyndi að ýta fastar en ekkert gerðist. Að lokum sparkaði hann í hliðið og þá heyrði hann gelt frá hótelinu. „Hvaða óhljóð eru þetta?“ heyrði Fannar einhvern segja. „Þegiðu, hundur!“ Fannar sá andlit birtast hinum megin við hliðið. „Áttu bókað herbergi?“ spurði maðurinn. Fannari fannst hann kunnuglegur. Hann var horaður með lítil augu en sjálfur mjög stór. Hann hafði skalla sem var allur útsettur í örum. „Ég ætlaði að fá herbergi, takk,“ sagði Fannar og reyndi að vera kurteis. S m á s a g a á r s i n s í flokki 2019 10 til 12 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=