RISAstórar smáSÖGUR 2019

10 Við fáum slepjulegan graut á morgnana og brauðbita á kvöldin. Á daginn æfum við okkur að marsera, skjóta úr byssum og skylmast. Af og til eru krakkar pikkaðir úr hópnum sem koma ekki aftur. Ég er dauðhrædd um að einhver bendi mér að koma. Mig grunar að líf mitt gæti verið að veði. Ég er rekin upp úr rúminu og klædd í hvítan kyrtil. Hinir krakkarnir eru líka klæddir í kyrtla og svo er farið með okkur inn í stóran sal. Þar er okkur stillt upp í beina röð fyrir framan langan rauðan dregil. Allt í einu opnast stóru þungu aðaldyrnar og allir þagna. Inn stígur maður. Hann er í síðum svörtum kufli og heldur í stóran boginn staf. Fingurnir eru mjóir og langir, skreyttir margskonar hringum. Augun eru eins og tvær rifur á andlitinu og munnurinn herptur saman, samt sem áður virðist hann rólegur og yfirvegaður, þetta er Herrann. Herrann sem allir eru hræddir við og enginn þorir að nefna á nafn, Óhramur. Við hneigjum okkur hvert á fætur öðru. Ég hneigi mig djúpt og ... bíddu ... ein hurðin sem vísar út úr salnum stendur í hálfa gátt og það er enginn vörður að gæta hennar! Þetta er gullið tækifæri til að flýja og þetta tækifæri mun ég bara fá einu sinni. Ég fer niður á fjórar fætur og skríð eins hratt og ég get fyrir aftan krakkana sem eru enn að hneigja sig. Ég nálgast hurðina óðfluga en allt í einu er gripið í mig. Ég

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=